HVUR GREFILLINN!
Má ekki heita Limur
„Mannréttindabrot”, segir faðirinn, Ásmundur Limsson, áhrifavaldur.

Vagína Ormsdóttir, formaður mannanafnanefndar
Mannanafnanefnd hefur úrskurðað að karlmannsnafnið Limur samræmist ekki íslenskri mannanafnahefð og hefur því umsókn um notkun þess verið hafnað. Á sama tíma hafa nöfnin Dúnn, Hóll, Garmur, Jóvína, Þinur, Laugi, Strútur, Rindill, Kreistur, Kóngur, Agabott, Vagnmey, Ófríður, Malasía, Böllur og Steik fengið grænt ljós hjá nefndinni.
„Ég á bara ekki til orð”, segir Ásmundur Limsson, faðir hins ónefnda sveinbarns í samtali við Grefilinn. „Faðir minn mátti heita Limur án nokkurra athugasemda frá þessari nefnd. Ég hlýt að mega nefna drenginn í höfuðið á afa hans?! Ég sé ekki betur en að hér sé freklega brotið á rétti foreldra til að nefna börn sín því nafni sem þeir kjósa og um leið á mannréttindum drengsins. Ég mun kæra úrskurðinn.”
Að sögn Vagínu Ormsdóttur, formanns mannanafna-nefndar, var umsókninni hafnað á þeim forsendum að nafnið Limur gæti orðið drengnum til ama síðar á ævinni. „Okkar hlutverk er ekki síst að huga að velferð þeirra sem á að nefna þeim nöfnum sem sótt er um” segir Vagína.
En er Limur eitthvað meira íþyngjandi en til dæmis Vagína?
„Ég get ekki blandað mér persónulega í þetta”, sagði Vagína, „en ef þú vilt fá frekari skýringar þá vísa ég á Pung Þórhallson, lögfræðing hjá dómsmálaráðuneytinu.”
Grefillinn gerði ítrekaðar tilraunir að ná í Pung, en missti síðan áhuga á málinu.